Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 62 svör fundust

Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?

Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslan...

Nánar

Hvenær varð fyrsta hjólabrettið til?

Hjólabretti eiga sér frekar langa sögu og eru sennilega töluvert eldri en flestir gera sér grein fyrir. Fljótlega upp úr aldamótunum 1900 mátti sjá farartæki sem samanstóðu af einföldum planka með gömlum hjólaskautahjólum festum undir. Þessi frumstæðu bretti mætti segja að væru forverar eiginlegra hjólabretta. ...

Nánar

Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?

Það er hreint ekki eins einfalt og stjórnmálaleiðtogar heimsins vilja vera láta að skilgreina hverjir teljist hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft óljós og markast gjarnan af því hver það er sem skilgreinir og hverra hagsmuna viðkomandi á að gæta. ...

Nánar

Getið þið frætt mig um lemúra?

Lemúrar eru hálfapar og tilheyra ættbálki prímata rétt eins og apar og menn. Lemúrar eru einlendir og finnast aðeins á eyjunni Madagaskar í Indlandshafi, úti fyrir suðausturströnd Afríku. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um hvernig lemúrar, og reyndar margar aðrar dýrategundir, bárust til Madagaskar. Ljós...

Nánar

Af hverju voru geldingar látnir syngja í gamla daga?

Geldingahefðin átti uppruna sinn í kirkjutónlist, líklega um miðja 16. öld, enda var konum meinað að koma fram í húsi Drottins. Sums staðar sungu kórdrengir sópranrödd en það tók enda þegar þeir fóru í mútur og því var nauðsynlegt að þjálfa stöðugt nýja drengi til söngs. Geldingar (castrato) tóku þátt í óperuflutn...

Nánar

Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?

Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...

Nánar

Hvers vegna eru bara tveir stjórnmálaflokkar í Bandaríkjunum?

Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi (e. two party system) þar sem tveir stórir flokkar bera höfuð og herðar yfir aðra flokka og skipta með sér völdum á öllum stigum stjórnkerfisins. Flokkarnir skiptast þá á að vera í meirihluta og minnihluta en aðrir flokkar komast lítið sem ekkert að. Í Bandaríkjunu...

Nánar

Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og hvað notaði það áður?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og á hvað skrifaði það þegar það var ekki búið að finna upp að skrifa á skinn? Talið er að Súmerar, sem bjuggu í Mesópótamíu (núverandi Írak), hafi fundið upp ritlistina fyrir um 5500–6000 árum. Þeir skrifuðu í mjúkan leir sem þeir her...

Nánar

Hvað er Stevens-Johnson-heilkenni og hversu banvænt er það?

Stevens-Johnson-heilkenni er önnur tveggja gerða af lífshættulegu ástandi þar sem frumudauði veldur því að yfirhúð (e. epidermis) og leðurhúð (e. dermis) aðskiljast með sára- og blöðrumyndun. Hin gerðin kallast toxic epidermal necrolysis (TEN), sem mætti íslenska sem eitrað frumudrep í yfirhúð, en sumir vísindamen...

Nánar

Hvaða örverur eru í bjór?

Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...

Nánar

Eru þeir sem oft fá berkjubólgu í áhættuhópi vegna COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Er fólk sem er gjarnt á að fá berkjubólgu, í flokki þeirra sem eru í áhættuhóp vegna COVID-19? Það er mjög mikilvægt að huga að því hvaða einstaklingsbundnu þættir auka hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19. Við erum enn að læra hratt og mikið um þennan nýja smitsjúkdóm en ...

Nánar

Fleiri niðurstöður